











Dyngja
Dyngja er úlpa byggð á dúnúlpu sem við framleiddum fyrst fyrir 16 árum. Flíkin er hönnuð fyrir daglegt líf í borginni eða hvers konar stúss á veturna. Dyngja kemur einnig sem dúnkápa og sem dúnvesti. Tveir renndir vasar að framan, hár kragi og hetta sem að hægt er að taka af. Aðalefnið í flíkinni er gert úr endurunnu polyester sem er gert úr notuðum plastflöskum (PET). Endurunnið polyester gefur þessum plastflöskum annað líf en þær myndu annars enda í landfyllingu og í sjónum. Það að nota endurunnið polyester hefur þau áhrif að olíunotkun og kolefnislosun minnkar en einnig þau að orka sparast og vatnsnotkun er minni í framleiðsluferlinu.
Úlpan er stór í sniði og hentar öllum.
Dömu fyrirsætan er 177 cm á hæð og hún er í stærð S
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Þvottaleiðbeiningar
Þvo í þvottavél á eða undir 30°C
Má ekki bleikja með klór
Má þurrka í þurrkara á lágum hita
- Stíll
Dúnúlpa
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.